Matís ohf. í samvinnu við Íslenska matorku ehf. og Háskóla Íslands hefur sett í gang tilraunaræktun á hryggleysingjum til að framleiða ódýr prótein til fóðurgerðar fyrir fiskeldi. Um ræðir lirfu svörtu hermannaflugunnar.
Verkefnið er liður í því að auka samkeppnishæfni fiskeldis á Íslandi með því að nýta vannýtt hráefni og orku til að framleiða ódýr gæðaprótein.
Víða fellur til lífrænn úrgangur og grot sem stundum er urðað með tilheyrandi kostnaði en væri hægt að nýta sem æti fyrir tilteknar lirfur í náttúrulegu hringferli. Egg lirfunnar voru innflutt úr tilraunaræktun samstarfsaðila frá þýskalandi.
Sjá nánar á heimsasíðu matis.is