Fjölmenni fylgdist með því er hin nýja sorpflokkunarstöð HB Granda, Svanur – flokkunarstöð, var opnuð formlega í gær á athafnasvæði félagsins á Norðurgarði.

,, Ástæðan fyrir því að félagið réðst í byggingu flokkunarstöðvarinnar er eingöngu sú að við teljum okkur skylt að ganga um umhverfi okkar af eins mikilli ábyrgð og okkur er unnt,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda í ræðu við opnunina.

Fjölmenni var við opnun flokkunarstöðvarinnar í gær. (Mynd/HB Grandi: KM)
Fjölmenni var við opnun flokkunarstöðvarinnar í gær. (Mynd/HB Grandi: KM)
© Aðsend mynd (AÐSEND)
„Að fenginni reynslu á Vopnafirði var okkur ljóst að við gátum með flokkunarstöð sem þessari komist hjá því að urða tugi tonna af alls kyns endurnýtanlegu efni. Við viljum einfaldlega sýna viljann í verki og því er þessi bygging hér komin. Þó svo að nokkrar krónur fáist fyrir sumt að því sem fer til endurvinnslu í stað urðunar mun það varla duga fyrir rekstrarkostnaði, hvað þá að það muni nokkurn tíma fást eitthvað upp í stofnkostnaðinn.“

Nánar segir frá opnuninni á vef HB Granda.