Með henni verður komist hjá því að urða tugi tonna af endurnýtanlegu efni.
Ljósmynd: Aðsend mynd
Deila
Fjölmenni fylgdist með því er hin nýja sorpflokkunarstöð HB Granda, Svanur – flokkunarstöð, var opnuð formlega í gær á athafnasvæði félagsins á Norðurgarði.
,, Ástæðan fyrir því að félagið réðst í byggingu flokkunarstöðvarinnar er eingöngu sú að við teljum okkur skylt að ganga um umhverfi okkar af eins mikilli ábyrgð og okkur er unnt,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda í ræðu við opnunina.