Í morgun mældist mestur hiti í Noregi á Svalbarða sem er nyrst í Barentshafi. Það er ekki oft sem slíkt gerist, að því er fram kemur á vef norsku veðurstofunnar.

Hlýjast var á tveimur veðurstöðvum á Svalbarða, Sveagruva og Akseløya, en þar mældist 4,1 gráða klukkan sjö í morgun. Til samanburðar var hlýjasti staðurinn á fastalandinu í Noregi í Romsdal en þar mældist 2,8 gráðu hiti á sama tíma.

Skýringin á þessari óvenjulegu stöðu er annars vegar sú að yfir Rússlandi er hæð sem dælir ísköldu lofti að austan yfir Noreg og hins vegar djúp lægð suður af Íslandi sem sendir hlýja loftstrauma norður Noregshafið og langt inn á Barentshaf.