Norska sjávarafurðaráðið beitir ýmsum óvenjulegum brögðum til þess að vekja athygli á norska eldislaxinum á heimsmarkaði.
Á þessu myndbandi sem farið hefur sem eldur í sinu á myndbandavefnum Youtube.com breytast ballettdansarar í sushi bita við undirleik kunnuglegra tóna úr Svanavatninu.