Enn er verið að skoða gögnin sem fengust í hörpudiskleiðangrinum í Breiðafirði í byrjun apríl og því of snemmt að fullyrða nokkuð um niðurstöðurnar. Jafnframt er ekki hægt að spá neinu um það á þessu stigi hvenær og hvort eiginlegar atvinnuveiðar á hörpuskel geta hafist að nýju, að því er Jónas P. Jónasson sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun segir í samtali við Fiskifréttir.

„Í leiðangrinum könnuðum við hefðbundinn veiðisvæði, svæði sem hafa ekki verið könnuð í langan tíma og svæði sem ekki hafa verið könnuð áður. Ástandið á hefðbundnum veiðisvæðum virðist vera mjög svipað og undanfarin ár, yfirleitt fáar skeljar og á þeim svæðum sem hafa verið hvað skást er skelin orðinn gömul.  Á þeim svæðum sem ekki hafa verið könnuð í áratugi  og sum af nýju svæðunum lofa nokkuð góðu við fyrstu skoðun. Stærð nýrra svæða er þó umtalsvert minni en hefðbundinna veiðisvæða,“ segir Jónas.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.