Hafsúlan, drottning Norður-Atlantshafsins, er í örum vexti við Lofoten og Vesterålen í Noregi. Stofninn var í hámarki í kringum 1990, taldi þá um 1.500 pör. Súlunum fækkaði síðan verulega og fóru þær niður í 350 pör árið 2005. Nú eru súlupörin talin vera 1.000, að því er fram kemur í frétt í norska útvarpinu .
Þetta gerist á sama tíma og margir aðrir sjófuglar, svo sem lundi og rita, eiga erfitt með að koma upp ungum sínum vegna skorts á fæðu. Skýringin á velgengni súlunnar er vafalaust sú að makríll er uppáhaldsfæða hennar. Hún hefur því haft aðgang að nægum mat síðustu árin fyrir unga sína. Í ljósi þess hvað makrílstofninn er sterkur má búast við því að súlunni fjögli enn meir á næstu árum.