Það styttist í lok grásleppuvertíðarinnar.  Aðeins 30 bátar eru enn að veiðum.  Flestir þeirra eru í innanverðum Breiðafirði þar sem 32 daga veiðitímabilinu lýkur 20. júli. Þrír bátar eru enn að í Faxaflóa og er síðasti dagur hjá þeim nk. laugardagur.

Heildarveiðin stendur nú í 6.500 tunnum af hrognum, sem er rúmum tvö þúsund tunnum minna en öll vertíðin í fyrra skilaði.

Alls stunduðu 214 bátar veiðarnar í ár á móti 286 í fyrra.

Þetta kemur fram á vef LS