Fyrir áramót var auglýstur umsóknarfrestur til þess að sækja um styrki til verkefna á sviði AVS sjóðsins og bárust alls 188 umsóknir um 948 milljónir króna. Flest eru verkefnin vegna verkefna á sviði veiða og vinnslu, alls 67 verkefni, 33 í fiskeldi, 19 í líftækni og 22 markaðsverkefni. Í flokkinn "Sjávarbyggðir" bárust 47 verkefni.

Samanlagt eru umsóknir nú 28 fleiri en á síðasta ári. Í frétt frá AVS segir að aðeins um eða undir þriðjung þeirra verkefna sem sótt er um styrki fyrir verði hægt að styrkja miðað við fjárveitingar til sjóðsins.

Sjá nánar á vef AVS.