,,Réttlæti sjávarútvegsráðherra felst í því að hrifsa vinnuna frá sjómönnum og fiskverkafólkinu í traustum fyrirtækjum og færa aflaheimildirnar til manna sem selt hafa sig út úr kerfinu,” segir Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í samtali við Fiskifréttir.

Hann segir það hin mestu öfugmæli að áform stjórnvalda muni styrkja sjávarbyggðirnar.

,,Þetta eru ekkert annað en pólitískar atkvæðaveiðar sem munu bitna á fólki sem nú starfar í sjávarútvegi. Fyrirvinnur með börn á framfæri munu missa vinnuna. Þær veiðiheimildir sem renna í pottana svokölluðu munu að stærstum hluta flytjast yfir til smábátanna og ganga til manna sem hafa selt sig út úr kerfinu.Við sem störfum hjá öflugum fyrirtækjum sem skapa starfsfólki sínu trausta og góða atvinnu árið um kring verðum hins vegar að segja upp fólki. Ef fram heldur sem horfir kemur að því að ég þurfi af þessum ástæðum að segja upp heilli togaraáhöfn, 24 mönnum,” segir Gunnþór Ingvason.

Sjá nánar viðtal við hann í Fiskifréttum sem koma út í dag.