ff
Grásleppuvertíðinn lauk fyrir skömmu er síðustu netin voru tekin upp í Breiðafirði. Vertíðin skilaði 12.204 tunnum af grásleppuhrognum sem er ívið meira en í meðalári.
Á þessari vertíð var landað mest af hrognum í Stykkishólmi, 1.090 tunnum, og Siglufirði, 791 tunnu. Á Akranesi fengust 754 tunnur, 551 á Húsavík, 643 á Drangsnesi og 599 á Skagaströnd.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum þar sem birtur er listi yfir allar löndunarhafnir fyrir grásleppu og grásleppuhrogn.