Loðnuvinnsla á vegum HB Granda hefur gengið mjög vel upp á síðkastið og sl. sunnudag var byrjað að skera loðnuhrygnu og frysta hrogn á Akranesi og Vopnafirði, að því er fram kemur á vef HB Granda.
Þroski hrognanna úr fyrstu förmunum er um 75% og þótt hann sé ekki nægilegur til frystingar á hrognum fyrir Japansmarkaðinn er þar um að ræða góð, svokölluð iðnaðarhrogn. Hrognafyllingin í loðnunni fremst í göngunni við Reykjanes var um 23-24% í byrjun vikunnar og það er stutt í að hægt verði að frysta hrogn fyrir Japansmarkaðinn.
Um 80 manns starfa við hrognavinnsluna á Akranesi og um 65 manns við vinnslu á loðnu í uppsjávarfrystihúsinu á Vopnafirði.
Sjá nánar á
vef HB Granda.