Ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynnti stefnuyfirlýsingu sína í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. Þar segir að það verði fyrsta verk ríkisstjórnarinnar að ná stöðugleika í efnahagslæifi og lækkun skatta. Einnig voru kynnt nokkur áform sem lúta að sjávarútvegi og fiskeldi.

Í stefnuyfirlýsingunni segir að mótuð verði auðlinda­stefna um sjálf­bæra nýt­ingu og rétt­lát auðlinda­gjöld sem renni að hluta til nærsam­fé­lags. Rík­is­stjórn­in mun hafa for­göngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórn­ar­skrá um auðlind­ir í þjóðar­eign.

Í sjáv­ar­út­vegi verða gerðar aukn­ar kröf­ur um gagn­sæi í eign­ar­haldi og skerpt á skil­grein­ingu tengdra aðila. Rík­is­stjórn­in mun tryggja 48 daga til strand­veiða.

Rík­is­stjórn­in mun styrkja lagaum­gjörð fisk­eld­is til að sporna gegn nei­kvæðum áhrif­um á líf­ríki og inn­leiða hvata til eld­is á ófrjó­um laxi og til eld­is í lokuðum kví­um.

„Það er mjög skýrt í þessum sáttmála að það er algjör samstaða um að fara í sanngjörn og réttlát auðlindagjöld. Við höfum talað fyrir hækkun veiðigjalda og það verður skoðuð breytt útfærsla á veiðigjöldum sem verður auðvitað unnið skipulega og teknar umræður um hana. En þetta er verkefni sem er mikil sátt um í ríkisstjórninni,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar og verðandi forsætisráðherra.