Í ljósi umræðunnar á Íslandi um byggðatengingu kvóta að undanförnu er forvitnilegt að skoða hvernig Norðmenn fara að því að vernda smærri sjávarpláss.
Norðmenn setja miklar hömlur á flutning aflaheimilda milli landshluta, einkum í því skyni að treysta og vernda byggð í sjávarþorpum í Norður-Noregi. Ef bátur er fluttur til Suður-Noregs frá Norður-Noregi glatar hann stórum hluta aflaheimilda sinna.
Útgerðir eru frjálsar að því að flytja báta milli sjávarplássa innan sama fylkisins, en að jafnaði er flutningi á milli fylkja takmörk sett.
Jafnframt er í gildi svonefnd afhendingarskylda sem hefur það að markmiði að afla sé landað í tilteknum höfnum, fyrst og fremst í Norður-Noregi.
Sjá nánar umfjöllun um málið í nýjustu Fiskifréttum