Strandveiðum sumarsins er lokið. Lengst var veitt á svæði D (frá Hornafirði til Borgarbyggðar) en síðasti veiðidagur þar var í gær.
Frá þessu er skýrt á vef Fiskistofu.
Skv. auglýsingunni var síðasti dagur strandveiða á svæði D fimmtudagurinn 11. ágúst og bann við strandveiðum tekur gidi frá og með föstudegnium 12. ágúst.
Þar með er strandveiðum sumarsins 2016 lokið um land allt.