,,Brostin glansmynd strandveiðanna“ er fyrirsögn greinar sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum skrifar í Fiskifréttir í dag. Hann vitnar í nýútkomið rit Hafstofu Íslands um hag fiskveiða og fiskvinnslu árið 2010.

Í greininni segir m.a.: ,,Útgerð strandveiðiflotans var rekin með tæplega 30% tapi miðað við svokallaða árgreiðsluaðferð á sama tíma og allir aðrir útgerðarflokkar voru reknir með hagnaði.

Launahlutfall strandveiðiflotans var mun lægra en annarra skipaflokka eða liðlega 30% en launahlutfall hinna svokölluðu stórútgerða var tæplega 40%. Þetta þýðir að sjálfsögðu að ríkissjóður verður af verulegum tekjum, bæði skatttekjum af hagnaði fyrirtækja og skatttekjum af launum.“

Þá segir greinarhöfundur að framlegð strandveiðiflotans hafi verið mun minni en framlegð annarrar bolfiskútgerðar eða 44 krónur á þorskígildi á móti 60-70 krónum.

Sjá nánar grein Sigurgeirs Brynjars í Fiskifréttum.