Fiskistofa hefur tilkynnt að júnískammturinn á strandveiðum á svæði D (Suður- og Suðvesturland) klárist í dag og því verði lokað á því svæði til mánaðamóta frá og með morgundeginum. Áður var búið að loka svæði A (Snæfellsnes-Súðavík).
Ennþá er rúmum helmingur eftir af aflahámarkinu á svæði C (Norðaustur- og Austurland) eða 349 tonn af 661 tonni og eftirstöðvar á svæði B (Strandir til Eyjafjarðar) eru 273 tonn af 626 tonnum, samkvæmt tölum Fiskistofu.