ff

Í byrjun vikunnar voru komin á land um 8.390 tonn af kvótabundnum botnfiski við strandveiðar, samkvæmt tölum á vef Fiskistofu. Þar af voru 7.182 tonn af þorski og 1.050 tonn af ufsa.

Alls nema aflaheimildirnar 8.600 tonnum af óslægðum fiski. Strandveiðibátum fjölgaði úr 690 árið 2011 í 762 árið 2012 miðað við útgefin leyfi og hafa þau aldrei verið fleiri. Flest voru leyfin á svæði A eða 283, á svæði B voru þau 167, á svæði C voru þau 160 og á svæði D voru þau 152.

Eins og áður virðist veiðivonin mest á svæði A þar sem meðalafli í róðri var 614 kg, á svæði B voru þau 548 kg en á svæði C eru þau þegar þetta er ritað 533 kg og 449 kg á svæði D. Landanir strandveiðibáta fram að verslunarmannahelgi voru orðnar alls 15.145 á landinu öllu.

Þessar tölur miðast við afla fram að verslunarmannahelgi og staðan á því eftir að breytast á svæðum B, C, og D. Eins og tölurnar bera með sér er fjöldi veiðidaga afar mismunandi eftir svæðum enda ræðst hann af því hve fljótt úthlutaður afli hvers mánaðar veiðist á hverju svæði. Veiðidagar á svæði A urðu 21 og 43 á svæði B, en væntanlega enn fleiri á svæðum C og D þegar upp verður staðið í lok ágúst.

Sjá nánar á www.fiskistofa.is