Landssamband smábátaeigenda hefur sent sjávarútvegsráðuneytinu tillögur um breytingar á reglum um strandveiðar. Þar er ítrekað sjónarmið LS að strandveiðar verði gefnar frjálsar. Meðal tillagna LS er að strandveiðibátum verði heimilt að veiða alls 2.594 tonn af ufsa sem teljist ekki til viðmiðunar.

Á aðalfundi LS í október sl. var kosinn nefnd um frjálsar handfæraveiðar. Nefndin hefur fundað og skilaði frá sér áliti til stjórnar LS sem stjórnin samþykkti án teljandi athugasemda.

Á fundum sínum fjallaði nefndin einnig um framtíð strandveiða. Ákveðið var að skora á stjórnvöld að gefa veiðarnar frjálsar með þeim takmörkunum sem nú eru: 4 dagar í viku, hver dagur 14 klst; 650 þorskígildis kíló að hámarki hvern dag; 4 rúllur hver bátur; 4 mánuðir á ári; veiðitímabil: maí-ágúst; svæðaskipting verði óbreytt; að afli í strandveiðikerfinu verði utan aflahlutdeildar. Sjá nánar: http://www.smabatar.is/2012/02/strandveiar-veri-gefnar-frjals.shtml