Sjávarútvegsráðuneytið hefur birt auglýsingu um að strandveiðar verða stöðvaðar á svæði A, frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, frá og með morgundeginum, 14. júní.
Veiðidagar á þessu svæði í júnímánuði verða því sjö talsins. Á öðrum veiðisvæðum hefur ekki gengið nærri eins mikið á leyfilegan hámarksafla.
Í maímánuði tók það báta á svæði A sex daga að klára hámarksaflann en á hinum svæðunum þremur entist aflinn út mánuðinn eða í 22 veiðidaga og því þurfti ekki að koma til stöðvunar þar.
Sjá stöðu strandveiðanna í júní á vef Fiskistofu.