Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út auglýsingu um stöðvun strandveiða á svæði D (Hornafjörður til Borgarbyggðar).  Stöðvunin gildir frá og með miðvikudeginum 18. maí.

Á vef Fiskistofu kemur fram að nú þegar sé búið að landa 333 tonnum af 419 tonna hámarksafla fyrir maímánuð á þessu svæði.

Strandveiðar á svæði A (Snæfellsnes til Súðavíkur) voru stöðvaðar í síðustu viku en þar voru veidd 521 tonn. Aflahámark í maí var 499 tonn.

Á svæði B (Strandir til Súðavíkur) hafa verið veidd 132 tonn af 355 tonna hámarksafla í maí.

Á svæði C (Þingeyjarsveit til Djúpavogs) hefur verið landað 142 tonnum af 231 tonna hámarksafla í maí.