Strandveiðibátar á svæði A, vestursvæðinu, eru við það að klára skammtinn sinn í júlí og hefur sjávarútvegsráðuneytið því ákveðið að stöðva veiðar þar í mánuðinum. Síðasti veiðidagur er fimmtudagurinn 11. júlí.
Á þessu svæði má veiða 858 tonn í júlí. Um 230 bátar stunda veiðarnar og höfðu í morgun fengið tæp 560 tonn í um þúsund löndunum.