Sjávarútvegsráðuneytið hefur stöðvað strandveiðar frá og með deginum í dag á svæði C sem nær frá Ströndum að Grýtubakkahreppi austan Eyjafjarðar. Samkvæmt skrá Fiskistofu í morgun er búið að tilkynna um 664 tonna afla á því svæði en leyfilegt hámark er 611 tonn.
Þá er búið að stöðva strandveiðar á tveimur svæðum í júnímánuði en veiðar á svæði A (frá Snæfellsnesi að Súðavík) voru stöðvaðar snemma í mánuðinum.
Á svæði C sem nær frá Þingeyjasveit til Djúpavogs er búið að veiða 472 tonn til þessa af 661 tonna hámarksafla. Á svæði D sem nær frá Hornafirði vestur til Borgarbyggðar hefur veiðst 391 tonn af 525 tonna hámarkaafla, samkvæmt skrá Fiskistofu í morgun.