Strandveiðar hafa verið stöðvaðar á svæði A, sem nær frá Snæfellsnesi til Súðavíkurhrepps, frá og með 10. maí, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Heimilt er að veiða um 499 tonn á þessu svæði í maí og þegar því magni er náð eru veiðar stöðvaðar þar til nýtt veiðitímabil hefst í júní. Á svæði A má alls veiða 1.996 tonn í sumar.

Eins og fram hefur komið í Fiskifréttur þá hafði Fiskistofa gefið út 410 strandveiðileyfi á fyrstu viku strandveiðanna, langflest á svæði A en þar höfðu 185 strandveiðibátar hafið veiðar.