Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að flytja ábyrgð á byggðakerfinu í aflaheimildum, eða svokölluðu 5,3% kerfi, úr atvinnuvegaráðuneyti yfir í innviðaráðuneyti.

Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að undir byggðakerfið falli almennur byggðakvóti, sértækur byggðakvóti, strandveiðar, línuívilnun, skel- og rækjubætur og frístundaveiðar.

Tilkynningunni fylgja engar upplýsingar um mögulega aukningu á kvóta til strandveiðibáta til að uppfylla fyrri yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að tryggja strandveiðimönnum 48 veiðidaga í sumar.