Samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins hefjast strandveiðar 2. maí nk. eða eftir rétta viku. Siglingastofnun Íslands hvetur útgerðir skipa til að ganga frá lögskráningarmálum nú í vikunni.
Sú breyting hefur orðið að eigandi skips verður að vera um borð og því lögskráður. Þegar fiskiskip er í eigu lögaðila er fullnægjandi ef einn eigenda lögaðilans er lögskráður á skipið. Ekki eru sett skilyrði um að eigandinn sé skipstjóri eða að hann eigi einhvern tiltekinn lágmarkseignarhlut í bátnum. Einungis er heimilt að veita hverri útgerð, eiganda, einstaklingi eða lögaðila, leyfi til strandveiða fyrir eitt fiskiskip.
Nánari upplýsingar um sett skilyrði er að finna á
vef Siglingastofnunar Íslands.