ff

Strandveiðum er svo til lokið. Aðeins er eftir að veiða fáein tonn á einu svæði af fjórum. Heildarveiðin í ár fer væntanlega yfir 8.700 tonn og megnið af aflanum er þorskur.

Alls fóru 760 bátar á strandveiðar. Aflahæsti báturinn í sumar er Lundey ÞH sem veiddi 35 tonn. Lundey veiðir á svæðinu við norðaustan og austanvert landið. Sjö af tíu hæstu strandveiðibátum eru reyndar frá þessu svæði en þar hafa bátarnir komist í flesta róðra.

Ekki er ljóst hve aflaverðmæti strandveiðanna er en ef öllum afla væri landað á fiskmarkað gætu strandveiðarnar skilað um 2,6 milljörðum króna.

Sjá nánar samantekt um strandveiðarnar í nýjustu Fiskifréttum.