Afli strandveiðibáta á fyrstu 4 dögunum er meiri en á sama tímabili í fyrra. Þeir eru komnir með 693 tonn en aflinn var 607 tonn á sama tíma 2013, segir á vef Landssambands smábátaeigenda.
Miðað við þessar tölur er ljóst að strandveiðar fara mjög vel af stað þar sem færri bátar eru á bakvið þennan afla en í fyrra. Þá voru 454 bátar byrjaðir en nú hafa 398 bátar hafið veiðar þar af er helmingur á A svæðinu (Breiðafjörður - Vestfirðir). Að venju eru bátar á A svæðinu atkvæðamestir, búnir með 61% af aflaviðmiðun og aflinn pr. bát að meðaltali rúm 2 tonn.
Sjá nánar:
STRANDVEIÐAR EFTIR 4 DAGA