Strandveiðum 2013 lýkur um næstu mánaðamót. Svæði A og B hafa þegar lokið veiði á því sem kom í þeirra hlut. Í dag á aðeins eftir að veiða um 170 tonn, á svæði C - 123 tonn og D - 47 tonn, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.
Róðrar í ágúst á svæði B gáfu hæsta meðaltalið á tímabilinu 638 kg. Í maí var róðurinn bestur á svæði A 492 kg, það sama var upp á teningunum í júní 553 kg, en í júlí var veiðin best á svæði B 612 kg.
Meðaltal róðra á öllum veiðisvæðum var hæst í júlí 544 kg.