Samkvæmt skýrslum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa (RNSA), má rekja 42 strönd frá árinu 2000 til þess að stjórnendur hafa sofnað og 51 strand vegna aðgæsluleysis, mistaka eða vanmats á ástæðum. Strandvari er alíslensk hönnun sem á að koma í veg fyrir að skip og bátar sigli í strand. Tækið varar líka við ef hætta er á árekstri við önnur skip.

Strandvari er alsjálfvirkur og er ákaflega einfaldur í notkun. Það þarf ekki að stilla hann eða virkja á einhvern hátt. Hann stendur vaktina svo lengi sem hann er í gangi, líkt og reykskynjarar gera. Annar mikilvægur eiginleiki er sá að hann gefur almennt ekki falskar viðvaranir. Búnaðurinn er hannaður með það í huga að valda sem allra minnsta óþarfa áreiti. Þannig þekkir tækið allar hafnir landsins og innsiglingu í hafnir og gefur því ekki viðvörun þegar lagt er að hafnarbakka eða siglt nærri hafnarmannvirkjum.

Komið í tugi línubáta

Hönnun Strandvara hófst árið 2014 og prófanir árið 2017 þegar fyrsta tækið var sett í bátinn Fríðu Dagmar ÍS-103. Tækið var síðan í prófunum í nokkrum bátum í fjögur ár meðan ýmsir vankantar voru sniðnir af því.

Síðastliðin þrjú ár hafa tugir Strandvara verið seldir í línubáta. Dæmi um slíka báta er Tryggvi Eðvarðs SH-2 hjá FISK Seafood. Tækið hentar einnig í allar tegundir báta og skipa.

„Við höfum fundið fyrir mikill ánægju viðskiptavina með tækið sem bætir öryggi sjófarenda mjög mikið,“ segir Hörður Þór Benediktsson sem hefur unnið að þróun búnaðarins frá upphafi. „Sumir hafa treyst á annars konar viðvörunarbúnað til að ýta við mönnum ef þeir dotta

„Sumir hafa treyst á annars konar viðvörunarbúnað til að ýta við mönnum ef þeir dotta við stýrið. En samkvæmt skýrslum RNSA, þá stranda fleiri bátar vegna aðgæsluleysis en sofandi stjórnenda. við stýrið. En samkvæmt skýrslum RNSA, þá stranda f leiri bátar vegna aðgæslu leysis en sofandi stjórnenda. Í þeim tilfellum hefði Strandvari komið að góðu gagni,“ segir Hörður.

Varað við árekstrum við sjókvíar

Strandvarinn er  lítið og handhægt tæki.
Strandvarinn er lítið og handhægt tæki.

Hægt er að nota Strandvara sem plotter og þar sem tækið er tengt við rafgeymi bátsins, þá virkar það áfram þó að siglingatölva bátsins verði óvirk t.d. vegna bilunar í áriðli. Tækið er í stöðugri þróun og nýjar uppfærslur eru sendar í tækin eigendum að kostnaðarlausu. „T.d. er nýlega farið að vara við árekstri við sjókvíar. Í hvert skipti sem bátur með Strandvara kemur til hafnar, nettengist tækið og sendir skýrslu á miðlægan server. Þannig er hægt að tryggja virkt eftirlit og nýjar uppfærslur. Við höfum séð hvernig Strandvari hefur gefið viðvörun um strand og nokkrum sekúndum síðar hefur báturinn tekið vinkilbeygju. Í einu tilfelli stefndi stór línubátur með Strandvara um borð á lítinn kyrrstæðan strandveiðibát. Nokkrum sekúndum eftir að tækið gaf viðvörun, þá snarbeygði línubáturinn og leiðrétti síðan stefnuna eftir að hann var kominn framhjá strandveiðibátnum.“