Verstu vetrarveður í manna minnum með miklum landlegum og blikur á lofti um framtíð fiskveiða frá Grímsey. Svona blasir þetta við Sigfúsi Jóhannessyni sjómanni og útgerðarmanni í Grímsey. Hann gerir út smábát og hefur varla komist á sjó í þessum mánuði vegna illviðra og fór í tvo róðra í febrúar.

Rætt er við Sigfús í nýjustu Fiskifréttum. Hann hefur miklar áhyggjur af framtíð byggðarlagsins, en útgerð þar er miklum fjárhagsvanda eins og fram hefur komið í fréttum.

Sigfús Jóhannesson
Sigfús Jóhannesson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
„Stjórnvöld þurfa að taka í taumana og skaffa þeim aflaheimildir sem vilja hefja útgerð  en að sjálfsögðu með því skilyrði að þeir megi hvorki leigja eða selja þær frá sér. Þannig mætti tryggja byggð í Grímsey og fleiri sjávarbyggðum. Vilji fólksins er fyrir hendi en tækifærin ekki,“ segir Sigfús.

Sjá nánar viðtal við Sigfús í Fiskifréttum.