Með því að veiða makrílinn síðsumars og á haustin er hráefnið betra til vinnslu sem aftur skapar möguleika á hærra afurðaverði. Í fyrsta skipti í ár varð aflinn meiri í september en í júlí.
„Þetta stafar af því að uppsjávarútgerðirnar hafa eignast stærri og betri skip og geta því frestað veiðunum þangað til makríllinn er orðin betra hráefni. Einnig er búið að heimila framsal aflaheimilda milli skipa og skip sem hönnuð eru til að veiða makríl fá kvóta frá þeim sem ekki eru gerð til þessara veiða. Það leiðir til þess að hægt er að leggja meiri áherslu á veiðarnar síðsumars og á haustin,“ segir Teitur Gylfason sölustjóri á Iceland Seafood.
Aflinn í september í ár varð rúm 50 þús. tonn í ár á móti 30 þús. tonnum í fyrra. Aflinn í júlí í ár varð 36 þús. tonn í ár á móti 58 þús. tonnum í fyrra.
Sjá nánar í Fiskifréttum .