Kína hefur treyst sig í sessi sem einn helsti markaður fyrir makríl frá Noregi. Þangað voru flutt á síðasta ári yfir 91.000 tonn sem er 30% aukning frá árinu á undan. Miðað við verðmæti eru Kínverjar stærstu innflytjendur norsks makríls, en innflutningurinn nam jafnvirði 14,5 milljarða íslenskra króna sem er 44% aukning milli ára.
Þessar upplýsingar koma frá norska sjávarafurðaráðinu (Norwegian Seafood Council). Megnið af norska makrílnum sem flutt er til Kína er unnið þar í landi og síðan selt áfram til Japans. Japanir sjálfir eru stærstu kaupendur makríls beint frá Noregi í tonnum talið en þeir keyptu 124.000 tonn í fyrra sem er 11% aukning milli ára. Verðmætið nam sem svarar 14,3 milljörðum íslenskra króna.
Útflutningur Norðmanna á heilfrystum makríl nam í heild 388.000 tonn árið 2014 sem var 60% aukning frá árinu á undan. Meðalverð fyrir heilfrystan makríl var 10,22 NOK/kg (181 ISK) í fyrra sem var 9% verðlækkun frá fyrra ári.
Vefmiðillinn Undercurrentnews,com greinir frá þessu.