Norska síldarsölusamlagið og samtök vinnslustöðva í Noregi hafa komið sér saman um nýtt lágmarksverð á norsk-íslenskri síld. Verðið fer eftir þyngdarflokkum og er frá 45 krónum íslenskum á kílóið upp í 73 krónur
Lágmarksverðið á kíló er þannig eftir þyngd síldarinnar:
350 grömm, kr. 3,90 (72,9 ISK)
300-349 grömm, kr. 3,85 (72,0 ISK)
200-299 grömm, kr. 3,50 (65,5 ISK)
125-199 grömm, kr. 3,00 (56,1 ISK)
undir 125 grömmum, kr. 2,40 (44,9 ISK)
Stærsta síldin lækkar lítillega í verði frá því sem áður var. Þetta er síld sem hefur verið heilfryst og seld til Rússlands og Úkraínu. Innflutningsbann Rússa hefur þannig áhrif á hráefnisverðið. Í öðrum stærðarflokkum er lágmarksverðið óbreytt.