Nú er ljóst að stóra fiskveiðilagafrumvarpið, eitt umdeildasta mál núverandi ríkisstjórnar, mun ekki ná fram að ganga á þessu þingi.
Frumvarpið hefur litað stjórnmálaumræðuna meira en flest önnur mál síðustu fjögur árin. Það gerir ráð fyrir umtalsverðum tilflutningi aflaheimilda frá núverandi kvótahöfum í sérstakt pottakerfi, m.a. leigupott sem ríkið leigir aflaheimildir úr.
Það kemur svo í ljós eftir kosningar og myndun nýrrar ríkisstjórnar hvaða stefnu fiskveiðistjórnunarmálið tekur.