Rækju- og skelfiskvinnsla á Nýfundnalandi brann til grunna í gær.Tilkynnt var um eldinn klukkan 5:30 að staðartíma. Mikil mildi þykir að enginn slasaðist í brunanum. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

Íslendingurinn Kristinn Skúlason tengist verksmiðjunni sterkum böndum, en hann hefur stýrt rækjuvinnslu þar síðastliðin 18 ár. Kristinn tók einnig þátt í slökkvistarfinu sem sjálfboðaliði. Kristinn segir frá því á Facebook síðu sinni hvernig hann kom dauðþreyttur heim eftir daginn sem hann lýsir sem erfiðasta degi lífs síns.

Quinlan Brothers-verksmiðjan er stærsti vinnuveitandi í smábænum Bay de Verde, skammt frá Harbour Grace. 700 manns störfuðu í verkmiðjunni en yfir 14 þúsund tonn af rækju og snjókrabba eru framleidd í þar á ári hverju, segir ennfremur á mbl.is.