Norskum skipum gekk mjög vel að veiða loðnu í Barentshafi framan af vikunni en fáar tilkynningar um afla bárust í morgun, að því er fram kemur á vef norska síldarsamlagsins.

Á þriðjudaginn var veiðin ágæt og á miðvikudaginn bárust tilkynningar um 3.800 tonna afla frá 5 skipum.

Loðnan er mjög stór eða um 46 til 54 stykki í kílóinu og væntanlega fæst gott verð fyrir hana.

Loðnukvóti norskra skipa í Barentshafi í ár er ekki mikill, eða aðeins 39 þúsund tonn.