Um miðja vikuna höfðu um 70 bátar hafið veiðar á makríl á handfæri. Heildarafli þeirra var kominn í um 550 tonn. Efstu bátar höfðu náð að veiða um 20 til 35 tonn.
Handfæraveiðar á makríl hafa farið hægt af stað miðað við síðasta ár enda sjórinn kaldur. Mun fleiri bátar stunda þessar veiðar en í fyrra og fara þær aðallega fram fyrir vestan landið. Oft er mikið kraðak á miðunum. Fyrir vestan er makríllinn stór og fallegur og stærri en sá makríll sem veiðist í trollið.
Sjá nánar úttekt á makrílveiðum handfærabáta í nýjustu Fiskifréttum.