Veiðanleiki humars var lágur á ákveðnum svæðum í nýafstöðnum humarleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Það skýrir lækkun humarvísitölunnar sem var nú rétt undir meðaltali síðasta aldarfjórðungs.

,,Í leiðangrinum var 10-11 ára humar mest áberandi eða árgangarnir frá 2001 og 2002 en minna af smærri humri. Við urðum varir við nokkra nýliðun norðan við eldi og í Skeiðarárdýpi en humarinn var áberandi stærstur við Vestmanneyjar og á Selvogsleirnum,“ segir Jónas Páll Jónasson fiskifræðingur og leiðangursstjóri í samtali við Fiskifréttir.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.