Mikið vantar upp á að úthafskarfakvóti Íslendinga hafi veiðst á þessu ári og virðist nú öll von úti um að meira náist af þessum aflaheimildum, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag.

Íslensku togararnir gáfust upp á veiðunum seinni hluta júnímánaðar vegna tregra aflabragða en þá höfðu aðeins veiðst 5.900 tonn af 9.600 tonna kvóta þeirra. Óveidd eru því 3.700 tonn eða 39% af úthlutuninni.

Sjá nánar í Fiskifréttum.