Allmikið fannst af ungum kolmunna í íslensku lögsögunni í leiðangri á Árna Friðrikssyni sem nú stendur yfir. Líklega er stór árgangur í uppsiglingu, að því er Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangursstjóri sagði í samtali við Fiskifréttir.
Í leiðangrinum fannst kolmunni af 2013 árgangi meðfram kantinum vestur af Snæfellsnes, suður fyrir land og allt að Suðausturlandi.
„Ekki er hægt að segja til um stærð þessa árgangs fyrr en leiðangrinum er lokið og menn hafa borið saman bækur sínar. Þó er ljóst nú þegar að 2013 árgangurinn er stór og hann er góð viðbót við kolmunnastofninn sem hefur verið í vexti,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.