Fyrirtækið Grænafl ehf. á Siglufirði hefur skrifað undir samstarfssamning við Korean Maritime Institute (KMI) í Suður-Kóreu um orkuskipti minni fiskiskipa. Unnið verður að því að breyta strandveiðibátum þannig að þeir keyri á rafmagni, taka úr þeim olíuvélar og allt þeim tengt, og setja batterí og tilheyrandi í staðinn. Þá verður einnig unnið með blendingsbáta, eða hybrid-báta sem nýti saman rafmagn og annað eldsneyti.

„Þetta er stór áfangi,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, framkvæmdastjóri Grænafls. „Ég hef verið að vinna að því í rúmt ár að koma á þessu samstarfi við Kóreubúana. Þar er til sá búnaður og tækni sem við þurfum til að fara í orkuskipti í minni bátunum, þannig að það er eftir miklu að slægjast fyrir okkur.“

Eru að hanna réttu lausnirnar

Samstarfssamningurinn er á milli Grænafls og KMI, en að honum koma fjölmargir aðilar í Kóreu að sögn Kolbeins.

Kolbeinn Óttarsson Proppé á leið á fund í skipasmíðadeild Hanwha Aerospace í Suður-Kóreu. Mynd/Aðsend
Kolbeinn Óttarsson Proppé á leið á fund í skipasmíðadeild Hanwha Aerospace í Suður-Kóreu. Mynd/Aðsend

„Þarna eru fulltrúar rannsóknastofnana, tveggja borgarstjórna, siglingastofnunar og háskóla. Fyrst og fremst eru þó öflug fyrirtæki aðilar að samningnum, fyrirtæki sem eru að framleiða batterí fyrir báta og hafa þær lausnir sem við þurfum,“ segir Kolbeinn.

Hann nefnir sérstaklega til sögunnar Hanwha Aerospace og JMP Networks. „Fulltrúar frá þeim komu til Siglufjarðar í haust, skoðuðu bátana sem við ætlum að breyta og nú er bara setið yfir teikningum og verið að hanna réttu lausninar.“

Stefna á næsta vetur

Kolbeinn segir að þó að stórum áfanga sé náð með samningum, þá marki hann fyrst og fremst ákveðið upphaf.

„Verkefnið hefur hingað til snúist um að ná tengslum við rétta aðila og koma á viðskiptum og sameiginlegu verkefni. Nú, þegar það liggur fyrir, hefst vinnan. Við munum ganga frá samningum við okkar samstarfsaðila hér innanlands og saman finna þær lausnir sem henta bátunum okkar. Við stefnum að því að geta hafist handa við breytingar næsta vetur.“

Fá aðgang að lausninni

Lausnin sem Grænafl mun bjóða upp á við orkuskipti í minni fiskiskipum mun í framhaldinu verða aðgengileg eigendum báta hér á landi. Þá verður hún nýtt við orkuskipti minni skipa í Kóreu og stefnt er á markaði víðar um heim að því er Kolbeinn segir.

Frá undirritun samningsins milli Grænafls og KMI. Mynd/Aðsend
Frá undirritun samningsins milli Grænafls og KMI. Mynd/Aðsend

„KMI bindur miklar vonir við þetta verkefni og þar sem þau eru stefnumótandi aðili fyrir kóresk stjórnvöld, verður það hluti af stefnu kóreskra stjórnvalda. Í því samhengi hefur verið farið í viðræður við Alþjóðabankann þar sem áhugi er á því að verkefnið okkar verði hluti af lausn á sviði orkuskipta víða um heim. Það eru því spennandi tímar fram undan,“ segir Kolbeinn.

Ferlið hingað til hefur verið lærdómsríkt að sögn Kolbeins.

Skynjar velvilja stjórnvalda

„Þrátt fyrir fallegar yfirlýsingar ráðamanna árum saman á hátíðarstundum um mikilvægi orkuskipta og markmið hvað þau varðar, má segja að kerfið sé um margt vanbúið til að fara í þau mikilvægu verkefni sem nauðsynlegt er að fara í. Þar má nefna hleðslustöðvar í höfnum, skoðun og eftirlit með skipum á nýjum orkugjöfum, uppbyggingu innviða og ýmislegt fleira,“ segir Kolbeinn.

Að því er Kolbeinn segir þarf að vera stuðningur við rannsóknir og þróun á þeim lausnum sem munu nýtast til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Einnig þurfi að koma á efnahagslegum hvötum.

„Við höfum, samhliða vinnu okkar með Kóreubúum, verið í samtali við stofnanir og stjórnvöld hér heima og skynjum velvilja. Þá höfum við unnið að samningum um uppbyggingu hleðslustöðva og ýmislegt fleira, því það er í mörg horn að líta.“

Fyrirtækið Grænafl ehf. á Siglufirði hefur skrifað undir samstarfssamning við Korean Maritime Institute (KMI) í Suður-Kóreu um orkuskipti minni fiskiskipa. Unnið verður að því að breyta strandveiðibátum þannig að þeir keyri á rafmagni, taka úr þeim olíuvélar og allt þeim tengt, og setja batterí og tilheyrandi í staðinn. Þá verður einnig unnið með blendingsbáta, eða hybrid-báta sem nýti saman rafmagn og annað eldsneyti.

„Þetta er stór áfangi,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, framkvæmdastjóri Grænafls. „Ég hef verið að vinna að því í rúmt ár að koma á þessu samstarfi við Kóreubúana. Þar er til sá búnaður og tækni sem við þurfum til að fara í orkuskipti í minni bátunum, þannig að það er eftir miklu að slægjast fyrir okkur.“

Eru að hanna réttu lausnirnar

Samstarfssamningurinn er á milli Grænafls og KMI, en að honum koma fjölmargir aðilar í Kóreu að sögn Kolbeins.

Kolbeinn Óttarsson Proppé á leið á fund í skipasmíðadeild Hanwha Aerospace í Suður-Kóreu. Mynd/Aðsend
Kolbeinn Óttarsson Proppé á leið á fund í skipasmíðadeild Hanwha Aerospace í Suður-Kóreu. Mynd/Aðsend

„Þarna eru fulltrúar rannsóknastofnana, tveggja borgarstjórna, siglingastofnunar og háskóla. Fyrst og fremst eru þó öflug fyrirtæki aðilar að samningnum, fyrirtæki sem eru að framleiða batterí fyrir báta og hafa þær lausnir sem við þurfum,“ segir Kolbeinn.

Hann nefnir sérstaklega til sögunnar Hanwha Aerospace og JMP Networks. „Fulltrúar frá þeim komu til Siglufjarðar í haust, skoðuðu bátana sem við ætlum að breyta og nú er bara setið yfir teikningum og verið að hanna réttu lausninar.“

Stefna á næsta vetur

Kolbeinn segir að þó að stórum áfanga sé náð með samningum, þá marki hann fyrst og fremst ákveðið upphaf.

„Verkefnið hefur hingað til snúist um að ná tengslum við rétta aðila og koma á viðskiptum og sameiginlegu verkefni. Nú, þegar það liggur fyrir, hefst vinnan. Við munum ganga frá samningum við okkar samstarfsaðila hér innanlands og saman finna þær lausnir sem henta bátunum okkar. Við stefnum að því að geta hafist handa við breytingar næsta vetur.“

Fá aðgang að lausninni

Lausnin sem Grænafl mun bjóða upp á við orkuskipti í minni fiskiskipum mun í framhaldinu verða aðgengileg eigendum báta hér á landi. Þá verður hún nýtt við orkuskipti minni skipa í Kóreu og stefnt er á markaði víðar um heim að því er Kolbeinn segir.

Frá undirritun samningsins milli Grænafls og KMI. Mynd/Aðsend
Frá undirritun samningsins milli Grænafls og KMI. Mynd/Aðsend

„KMI bindur miklar vonir við þetta verkefni og þar sem þau eru stefnumótandi aðili fyrir kóresk stjórnvöld, verður það hluti af stefnu kóreskra stjórnvalda. Í því samhengi hefur verið farið í viðræður við Alþjóðabankann þar sem áhugi er á því að verkefnið okkar verði hluti af lausn á sviði orkuskipta víða um heim. Það eru því spennandi tímar fram undan,“ segir Kolbeinn.

Ferlið hingað til hefur verið lærdómsríkt að sögn Kolbeins.

Skynjar velvilja stjórnvalda

„Þrátt fyrir fallegar yfirlýsingar ráðamanna árum saman á hátíðarstundum um mikilvægi orkuskipta og markmið hvað þau varðar, má segja að kerfið sé um margt vanbúið til að fara í þau mikilvægu verkefni sem nauðsynlegt er að fara í. Þar má nefna hleðslustöðvar í höfnum, skoðun og eftirlit með skipum á nýjum orkugjöfum, uppbyggingu innviða og ýmislegt fleira,“ segir Kolbeinn.

Að því er Kolbeinn segir þarf að vera stuðningur við rannsóknir og þróun á þeim lausnum sem munu nýtast til að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum. Einnig þurfi að koma á efnahagslegum hvötum.

„Við höfum, samhliða vinnu okkar með Kóreubúum, verið í samtali við stofnanir og stjórnvöld hér heima og skynjum velvilja. Þá höfum við unnið að samningum um uppbyggingu hleðslustöðva og ýmislegt fleira, því það er í mörg horn að líta.“