Astilleros Armon skipasmíðastöðin er nú með tvö skip í smíðum fyrir Íslendinga. Nýjan Júlíus Geirmundsson ÍS fyrir Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. í Hnífsdal, 67 metra og 16 metra breiðan frystitogara, og rannsóknaskipið Þórunni Þórðardóttir HF fyrir Hafrannsóknastofnun. Þriðja skipið, Hulda Björnsdóttir GK, er því sem næst tilbúið til afhendingar og er væntanlegt til Íslands vonandi í næsta mánuði.

Fyrirtækið rekur sjö skipasmíðastöðvar í norðurhéruðum Spánar og hefur smíðað nokkur skip fyrir íslensk fyrirtæki. Ricardo Garcia, viðskiptastjóri Armon, sótti IceFish 2024 sjávarútvegssýninguna og sagði að viðvera sín þar boðaði ekki endilega nýja samninga heldur væri honum ljúft og skylt að hitta núverandi og fyrrverandi viðskiptavini skipasmíðastöðvarinnar að máli.

„Það eru engir nýir samningar í sjónmáli við íslenska viðskiptavini eins og staðan er núna. Við erum með 62 skip í smíðum í skipasmíðastöðvunum okkar sem eru sjö talsins. Afhendingartíminn á þessum skipum nær yfir langt tímasvið. En við viljum ná tengslum við væntanlega viðskiptavini til lengri tíma litið svo við sláum aldrei af í markaðsstarfinu,“ segir Garcia.

Smíði hafin á Júlíusi Geirmundssyni ÍS

Nýr Júlíus Geirmundsson ÍS er hannaður af verkfræðistofunni Skipasýn í samvinnu við útgerðina. Skipið verður búið öllum nýjasta tækjabúnaði sem völ er á. Skipið verður með stórri, hæggengri skrúfu svipað og er á öðrum togara HG, Páli Pálssyni ÍS. Vinnslukerfi skipsins verður að mestu leyti sjálfvirkt og verður það m.a. búið flokkurum, sjálfvirkum frystum, afurðahóteli sem flokkar afurðir eftir tegundum og stærðum og búnaði sem pakkar afurðum á bretti og flytur niður í lestar. Einnig verður búnaður til að vinna lýsi úr aukaafurðum. Smíðin er nýlega hafin og verður skipið afhent eftir um það bil tvö ár.

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, var mættur til skrafs og ráðagerða við Ricardo Garcia en Armon hafði komið upp stórri og glæsilegri mynd af skipinu á básnum á sýningunni. Sömuleiðis mátti þar sjá myndir af öðrum skipum sem skipasmíðastöðin hefur smíðað fyrir Ísland sem og stóra mynd af nýju rannsóknaskipi Hafró, Þórunni Þórðardóttur HF.

Seifur og Ilivileq

Fyrsta fleyið sem Armon smíðaði fyrir Ísland var dráttarbáturinn Seifur sem afhentur var Hafnasamlagi Norðurlands í mars 2018. Var hann þá öflugasti dráttarbátur landsins, með 40 tonna togkraft, 22 metra langur og kostaði 450 milljónir króna. Fyrsta fiskiskipið sem Armon smíðaði fyrir íslenskt fyrirtæki var hannað í samstarfi við Granda hf. sem skömmu síðar breyttist í Brim hf. Þetta var frystitogarinn Ilivileq en Arctic Prime Fisheries á Grænlandi tók yfir smíðasamninginn og skipið var við veiðar í Grænlandi allt þar til fyrr á þessu ári þegar Brim keypti það til baka og gerir það nú út sem Þerney RE 1. Fyrir tveimur árum afhenti Armon frystitogarann Baldvin Njálsson GK til Nesfisks.

„Núna er allt tilbúið til afhendingar á nýju skipi Þorbjarnar, Huldu Björnsdóttur GK, og er aðeins beðið eftir veiðarfærabúnaðinum,“ segir Ricardo Garcia. Hann segir að nú standi yfir sjóprófanir á Þórunni Þórðardóttur HF, nýju rannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar, sem verður væntanlega afhent eftir tvo og hálfan mánuð. „Núna fara fram margvíslegar prófanir í samstarfi við vísindamenn stofnunarinnar.“

Hátæknivæddasta fiskrannsóknaskip í heimi

„Þórunn Þórðardóttir HF er stærsta skip sem við höfum smíðað fyrir Íslendinga og einnig það dýrasta. Rannsóknaskip eru almennt gríðarlega vel búin tækjabúnaði og mjög flókin í smíðum. Ég get fullyrt að Þórunn Þórðardóttir HF verður hátæknivæddasta fiskrannsóknaskip í heimi. Ef allt gengur samkvæmt áætlunum verður skipið afhent á Spáni í þriðju viku nóvember. Ég á því von á að það verði komið til Íslands fyrir jól. Það verður góð jólagjöf til Íslendinga,“ segir Garcia.

Astilleros Armon eru einna fremstir allra skipasmíðastöðva í smíði á rannsóknaskipum. Fyrirtækið er nú að smíða rannsóknaskip í ísklassa fyrir Spán sem verður með LNG-aflrás og brennir fljótandi jarðgasi sem veldur minnstum umhverfisskaða alls jarðefnaeldsneytis. Skipið verður við rannsóknir í þrjár vikur í senn á 5 hnúta hraða í Suður-Íshafi.

Þórunn Þórðardóttir HF.
Þórunn Þórðardóttir HF.

„Við afhendum annað rannsóknaskip í desember til hollenskra stjórnvalda. Það verður fyrsta rannsóknaskip heims sem verður knúið metanóli. Við afhentum nýlega stjórnvöldum á Nýja-Sjálandi rannsóknaskip og erum að smíða 51 metra langt rannsóknaskip fyrir bresk stjórnvöld sem verður með heimahöfn í Belfast. Auk þess er rannsóknaskip í smíðum hjá okkur fyrir portúgölsk stjórnvöld sem verður við rannsóknir við Azoreyjar. Núna erum við, meðal fjögurra annarra skipasmíðastöðva, í samkeppni um samning á smíði á 80 metra löngu rannsóknaskipi fyrir Danmörk,“ segir Garcia.

Astilleros Armon skipasmíðastöðin er nú með tvö skip í smíðum fyrir Íslendinga. Nýjan Júlíus Geirmundsson ÍS fyrir Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. í Hnífsdal, 67 metra og 16 metra breiðan frystitogara, og rannsóknaskipið Þórunni Þórðardóttir HF fyrir Hafrannsóknastofnun. Þriðja skipið, Hulda Björnsdóttir GK, er því sem næst tilbúið til afhendingar og er væntanlegt til Íslands vonandi í næsta mánuði.

Fyrirtækið rekur sjö skipasmíðastöðvar í norðurhéruðum Spánar og hefur smíðað nokkur skip fyrir íslensk fyrirtæki. Ricardo Garcia, viðskiptastjóri Armon, sótti IceFish 2024 sjávarútvegssýninguna og sagði að viðvera sín þar boðaði ekki endilega nýja samninga heldur væri honum ljúft og skylt að hitta núverandi og fyrrverandi viðskiptavini skipasmíðastöðvarinnar að máli.

„Það eru engir nýir samningar í sjónmáli við íslenska viðskiptavini eins og staðan er núna. Við erum með 62 skip í smíðum í skipasmíðastöðvunum okkar sem eru sjö talsins. Afhendingartíminn á þessum skipum nær yfir langt tímasvið. En við viljum ná tengslum við væntanlega viðskiptavini til lengri tíma litið svo við sláum aldrei af í markaðsstarfinu,“ segir Garcia.

Smíði hafin á Júlíusi Geirmundssyni ÍS

Nýr Júlíus Geirmundsson ÍS er hannaður af verkfræðistofunni Skipasýn í samvinnu við útgerðina. Skipið verður búið öllum nýjasta tækjabúnaði sem völ er á. Skipið verður með stórri, hæggengri skrúfu svipað og er á öðrum togara HG, Páli Pálssyni ÍS. Vinnslukerfi skipsins verður að mestu leyti sjálfvirkt og verður það m.a. búið flokkurum, sjálfvirkum frystum, afurðahóteli sem flokkar afurðir eftir tegundum og stærðum og búnaði sem pakkar afurðum á bretti og flytur niður í lestar. Einnig verður búnaður til að vinna lýsi úr aukaafurðum. Smíðin er nýlega hafin og verður skipið afhent eftir um það bil tvö ár.

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG, var mættur til skrafs og ráðagerða við Ricardo Garcia en Armon hafði komið upp stórri og glæsilegri mynd af skipinu á básnum á sýningunni. Sömuleiðis mátti þar sjá myndir af öðrum skipum sem skipasmíðastöðin hefur smíðað fyrir Ísland sem og stóra mynd af nýju rannsóknaskipi Hafró, Þórunni Þórðardóttur HF.

Seifur og Ilivileq

Fyrsta fleyið sem Armon smíðaði fyrir Ísland var dráttarbáturinn Seifur sem afhentur var Hafnasamlagi Norðurlands í mars 2018. Var hann þá öflugasti dráttarbátur landsins, með 40 tonna togkraft, 22 metra langur og kostaði 450 milljónir króna. Fyrsta fiskiskipið sem Armon smíðaði fyrir íslenskt fyrirtæki var hannað í samstarfi við Granda hf. sem skömmu síðar breyttist í Brim hf. Þetta var frystitogarinn Ilivileq en Arctic Prime Fisheries á Grænlandi tók yfir smíðasamninginn og skipið var við veiðar í Grænlandi allt þar til fyrr á þessu ári þegar Brim keypti það til baka og gerir það nú út sem Þerney RE 1. Fyrir tveimur árum afhenti Armon frystitogarann Baldvin Njálsson GK til Nesfisks.

„Núna er allt tilbúið til afhendingar á nýju skipi Þorbjarnar, Huldu Björnsdóttur GK, og er aðeins beðið eftir veiðarfærabúnaðinum,“ segir Ricardo Garcia. Hann segir að nú standi yfir sjóprófanir á Þórunni Þórðardóttur HF, nýju rannsóknaskipi Hafrannsóknastofnunar, sem verður væntanlega afhent eftir tvo og hálfan mánuð. „Núna fara fram margvíslegar prófanir í samstarfi við vísindamenn stofnunarinnar.“

Hátæknivæddasta fiskrannsóknaskip í heimi

„Þórunn Þórðardóttir HF er stærsta skip sem við höfum smíðað fyrir Íslendinga og einnig það dýrasta. Rannsóknaskip eru almennt gríðarlega vel búin tækjabúnaði og mjög flókin í smíðum. Ég get fullyrt að Þórunn Þórðardóttir HF verður hátæknivæddasta fiskrannsóknaskip í heimi. Ef allt gengur samkvæmt áætlunum verður skipið afhent á Spáni í þriðju viku nóvember. Ég á því von á að það verði komið til Íslands fyrir jól. Það verður góð jólagjöf til Íslendinga,“ segir Garcia.

Astilleros Armon eru einna fremstir allra skipasmíðastöðva í smíði á rannsóknaskipum. Fyrirtækið er nú að smíða rannsóknaskip í ísklassa fyrir Spán sem verður með LNG-aflrás og brennir fljótandi jarðgasi sem veldur minnstum umhverfisskaða alls jarðefnaeldsneytis. Skipið verður við rannsóknir í þrjár vikur í senn á 5 hnúta hraða í Suður-Íshafi.

Þórunn Þórðardóttir HF.
Þórunn Þórðardóttir HF.

„Við afhendum annað rannsóknaskip í desember til hollenskra stjórnvalda. Það verður fyrsta rannsóknaskip heims sem verður knúið metanóli. Við afhentum nýlega stjórnvöldum á Nýja-Sjálandi rannsóknaskip og erum að smíða 51 metra langt rannsóknaskip fyrir bresk stjórnvöld sem verður með heimahöfn í Belfast. Auk þess er rannsóknaskip í smíðum hjá okkur fyrir portúgölsk stjórnvöld sem verður við rannsóknir við Azoreyjar. Núna erum við, meðal fjögurra annarra skipasmíðastöðva, í samkeppni um samning á smíði á 80 metra löngu rannsóknaskipi fyrir Danmörk,“ segir Garcia.