Fyrsta slátrun á senegalflúru hefst í janúar hjá Stolt Sea Farm á Reykjanesi. 110 tonn af lífmassa eru nú í þessari stærstu eldisstöð fyrir senegalflúru í heimi og er ráðgert að slátra um 500 tonnum á næsta ári.
Ráðgert er að stækka eldisstöðina verulega og verður þá framleidd senegalflúra á Reykjanesi fyrir um þrjá milljarða kr. á ári.
Stolt Sea Farm hefur einnig til skoðunar að hefja eldi á styrju hér á landi og hafa fyrstu styrjuseiðin verið sett í ker í eldisstöðinni á Reykjanesi. Byggð yrði eldisstöð sem yrði svipuð að stærð og sú á Reykjanesi og berast böndin helst að Flúðum í staðarvali. Stolt Sea Farm elur styrju í Kaliforníu. Þar fást um 280.000 kr. fyrir kílóið af Sterling Classic Caviar sem unninn er úr styrjuhrognum.
Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.