Á vef Landssambands smábátaeigenda segir að stofnvísitala grásleppu sé 50% hærri en í fyrra.
Á vef LS er birt bréf til Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra. Þar segir m.a.: „Landssamband smábátaeigenda hefur haft til skoðunar bréf Hafrannsóknastofnunar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um niðurstöðu mælinga á stofnvísutölu grásleppu. Það er félaginu sérstakt ánægjuefni að niðustaðan hafi verið mun betri en í fyrra, reiknast okkur til að stofnvísitalan sé nú tæpum 50% hærri en þá.“
Í framhaldinu segir að grásleppunefnd LS hafi komið saman og óskað eftir því að endanlegur fjöldi veiðidaga á grásleppuvertíðinni 2014 verði 28.
Sjá nánar bréf LS HÉR .