Fyrsta mat á 2013 árgangi þorsks bendir til að hann sé lítill. Hann kemur í kjölfar meðalstórra árganga frá 2008, 2009 og 2011, en árgangar 2010 og 2012 eru slakir.
Þetta kemur fram í niðurstöðum vorralls Hafrannsóknastofnunar sem greint er frá á vef stofnunarinnar. Þar segir að minna hafi fengist af mörgum tegundum en undanfarin tvö ár, hugsanlega vegna áhrifa annarra þátta en stofnstærðar.
Um þorskinn segir m.a.:
„Mest fékkst af þorski úti fyrir Norður- og Austurlandi, en minna fékkst á Vestfjarðamiðum og úti fyrir Suðausturlandi en undanfarin ár.
Stofnvísitala þorsks mældist lægri en undanfarin tvö ár, en vísitalan nú er samt sem áður með þeim hærri frá 1985.
Árin 2005-2013 hækkaði vísitala þorsks í vorralli mun meira en stærð viðmiðunarstofns í stofnmati. Að sama skapi eru líkur á að vísitalan í ár, sem er nokkru lægri en í fyrra, vegi aðeins að hluta til lækkunar áætlaðrar stærðar viðmiðunarstofns þorsks.
Um ýsuna segir m.a.:
„Stofnvísitala ýsu hækkaði verulega á árunum 2002-2006 í kjölfar góðrar nýliðunar, en fór örtlækkandi næstu fjögur árin þar á eftir. Vísitalan í ár er svipuð því sem verið hefur í vorralli frá 2010.“
Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar.