Stofnvísitala þorsks hækkaði nær samfellt árin 2007-2017, fyrst og fremst vegna aukins magns af stórum þorski. Eftir hámarkið 2017 hefur vísitalan lækkað og er hún aðeins lægri í ár en í fyrra.
Þetta er meðal þess sem kemur fram á vefHafrannsóknastofnunar þar sem segir frá því að út sé komin skýrsla þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd og helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sem fram fór dagana 27. febrúar til 23. mars 2025. Niðurstöður eru sagðar bornar saman við fyrri ár. Verkefnið haf verið framkvæmt með sambærilegum hætti ár hvert frá 1985.
Skýrsluna má finna hér en eftirfarandi er færsla á vef Hafrannsóknastofnunar:ugi.
Þorskur
Stofnvísitala þorsks hækkaði nær samfellt árin 2007-2017, fyrst og fremst vegna aukins magns af stórum þorski. Eftir hámarkið 2017 hefur vísitalan lækkað og er hún aðeins lægri í ár en í fyrra. Fjöldavísitala þorsks 25-45 cm var undir meðaltali en líkt og undanfarin ár var vísitala stærsta þorsks (>70 cm) yfir meðaltali rannsóknatímans.
Magafylli þorsks var nálægt meðaltali og loðna var rúmlega helmingur af fæðu þorsks af öllum stærðarflokkum. Loðna fannst helst í fæðu þorsks út af Vestfjörðum og Húnaflóa.
Ýsa
Stofnvísitala ýsu hefur hækkað frá árinu 2016 eftir að vera lág á árunum 2010-2016. Þó vísitala ýsu hafi lækkað frá því í fyrra þá hefur vísitalan 2023-2025 verið há, eða svipuð og á árunum 2003-2007 þegar hún var sú hæsta á rannsóknatímabilinu.
Meira var af loðnu í mögum millistórrar ýsu en minna í mögum stærstu ýsunnar samanborið við fyrri ár. Loðna fannst helst í mögum út af Vestfjörðum.
Aðrar tegundir
Stofnvísitala ufsa hækkaði en litlar breytingar voru á vísitölum steinbíts, skarkola og gullkarfa. Þó var vísitala 10-15 cm gullkarfa yfir meðallagi. Vísitölur keilu og löngu voru þær hæstu frá upphafi mælinga og einnig hefur vísitala skötusels hækkað á síðustu árum.
Hitastig sjávar
Hitastig sjávar við botn mældist að meðaltali hátt líkt og undanfarna tvo áratugi.