ff
Von er á reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu um stöðvun strandveiða á svæði D frá og með miðvikudeginum 22. ágúst, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.
Samkvæmt því verður morgundagurinn, þriðjudagurinn 21. ágúst, síðasti dagur strandveiða á svæði D og þar með á landinu öllu í ár.
Á vef Fiskistofu má sjá að miðað við daginn í dag er búið að veiða alls 8.728 tonn á strandveiðum.