Fiskistofa hefur auglýst í Stjórnartíðindum stöðvun strandveiða á svæði A (frá Snæfellsnesi til Súðavíkur).  Samkvæmt henni eru strandveiðar bannaðar á svæði A frá og með þriðjudeginum 14. júní til og með 30. júní.

Samkvæmt auglýsingunni verður mánudagurinn 13. júní, síðasti dagur strandveiða í júní.