Gefin hefur verið út reglugerð um stöðvun strandveiða á svæði A í júlí frá og með miðvikudeginum 16. júlí.

Þetta þýðir að síðasti leyfilegi dagur til strandveiða á svæði  A í júlí er í dag, þriðjudaginn 15. júlí.

Sem kunnugt er nær svæði A frá Snæfellsnesi til Súðavíkur.

Strandveiðar á öðrum svæðum halda áfram enda er júlískammturinn þar hvergi nærri búinn.

Á svæði B er búið að veiða 403 tonn (af 611 tonna hámarki). Á svæði C hafa veiðst 358 tonn (661 tonna hámark) og á svæði D hafa veiðst 122 tonn (af 225 tonna hámarki).