Í kolsvartri skýrslu Ríkisendurskoðunar er stjórnsýsla og eftirlit með fiskeldi hér á landi sögð hafa reynst „veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Breytingum á lögum um fiskeldi sem var ætlað að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í sátt við bæði samfélag og umhverfi var ekki fylgt eftir með því að styrkja stjórnsýslu og eftirlit þeirra stofnana sem mæðir mest á.“

Þá segir að með lagabreytingum 2019 hafi ekki tekist að skapa aukna sátt um greinina. Komið hafi í ljós að „hvorki hagsmunaaðilar, viðkomandi ráðuneyti né þær stofnanir sem koma að stjórnsýslu sjókvíaeldis eru fyllilega sátt við stöðu mála og þann ramma sem stjórnsýslu og skipulagi sjó- kvíaeldis hefur verið markaður.“

Allir vissu

Í skýrslunni eru ítarlegar ábendingar til helstu stofnana og ráðuneyta sem koma að málefnum fiskeldis. Svör bæði ráðuneyta og stofnana, sem birt eru í skýrslunni, benda til þess að innan þeirra hafi öllum verið þessir ágallar nokkuð ljósir, og fólk bíði nánast spennt eftir því að geta ráðist í úrbætur. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er því spurð hvers vegna ekki sé fyrir löngu búið að ráðast í þessi verkefni.

Hún bendir á að hún hafi ekki tekið við embættinu fyrr en undir lok árs 2021. Í kjölfarið hafi hún óskað eftir bæði þessari skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem nú liggur fyrir, og annarri skýrslu frá bandaríska ráðgjafafyrirtækinu Boston Consulting Group, sem verið er að leggja lokahönd á og verður birt um leið og hún er tilbúin. Einnig var sett í gang vinna starfshópa um smitvarnir og sjókvíaeldi.

Boston Consulting

„Stefnumótunarvinna ráðuneytisins er nú þegar hafin. Skýrsla Ríkisendurskoðunar og þær ábendingar sem þar koma fram munu varða leiðina. Skýrslan lítur yfir farin veg á meðan sú greiningarvinna sem felst í skýrslu Boston Consulting Group horfir til framtíðar. Báðar skýrslurnar munu gagnast stjórnvöldum við stefnumarkandi ákvarðanir.“

Hún segir að í kjölfar þessarar vinnu verði haft samráð við hagaðila.

„Breytingar á reglugerðum og verklagi verður hægt að vinna nokkuð hratt. Önnur vinna sem varðar stefnumótun til lengri tíma mun kalla á lagabreytingar sem eðli máls samkvæmt munu taka meiri tíma.“

Lærdómur dreginn

„Þó að skýrslan sé svört þá getur hún einmitt þess vegna verið gagnleg fyrir okkur til þess að gera hlutina öðruvísi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á þingi í vikunni. Hún sagðist ekki sjá betur en „að þetta verði gríðarlega mikilvægt og gagnlegt plagg inn í stefnumótunarvinnuna sem stendur yfir á sviði fiskeldis og sýnir okkur auðvitað þann lærdóm að þegar atvinnugreinar byggjast upp með miklum hraða, eins og fiskeldið hefur gert, þá situr oft regluverkið og stjórnsýslan eftir, þróast ekki með sama hraða og atvinnugreinarnar sjálfar. Það er lærdómur sem við höfum auðvitað getað dregið af ýmsum greinum.“

Í kolsvartri skýrslu Ríkisendurskoðunar er stjórnsýsla og eftirlit með fiskeldi hér á landi sögð hafa reynst „veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Breytingum á lögum um fiskeldi sem var ætlað að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í sátt við bæði samfélag og umhverfi var ekki fylgt eftir með því að styrkja stjórnsýslu og eftirlit þeirra stofnana sem mæðir mest á.“

Þá segir að með lagabreytingum 2019 hafi ekki tekist að skapa aukna sátt um greinina. Komið hafi í ljós að „hvorki hagsmunaaðilar, viðkomandi ráðuneyti né þær stofnanir sem koma að stjórnsýslu sjókvíaeldis eru fyllilega sátt við stöðu mála og þann ramma sem stjórnsýslu og skipulagi sjó- kvíaeldis hefur verið markaður.“

Allir vissu

Í skýrslunni eru ítarlegar ábendingar til helstu stofnana og ráðuneyta sem koma að málefnum fiskeldis. Svör bæði ráðuneyta og stofnana, sem birt eru í skýrslunni, benda til þess að innan þeirra hafi öllum verið þessir ágallar nokkuð ljósir, og fólk bíði nánast spennt eftir því að geta ráðist í úrbætur. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er því spurð hvers vegna ekki sé fyrir löngu búið að ráðast í þessi verkefni.

Hún bendir á að hún hafi ekki tekið við embættinu fyrr en undir lok árs 2021. Í kjölfarið hafi hún óskað eftir bæði þessari skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem nú liggur fyrir, og annarri skýrslu frá bandaríska ráðgjafafyrirtækinu Boston Consulting Group, sem verið er að leggja lokahönd á og verður birt um leið og hún er tilbúin. Einnig var sett í gang vinna starfshópa um smitvarnir og sjókvíaeldi.

Boston Consulting

„Stefnumótunarvinna ráðuneytisins er nú þegar hafin. Skýrsla Ríkisendurskoðunar og þær ábendingar sem þar koma fram munu varða leiðina. Skýrslan lítur yfir farin veg á meðan sú greiningarvinna sem felst í skýrslu Boston Consulting Group horfir til framtíðar. Báðar skýrslurnar munu gagnast stjórnvöldum við stefnumarkandi ákvarðanir.“

Hún segir að í kjölfar þessarar vinnu verði haft samráð við hagaðila.

„Breytingar á reglugerðum og verklagi verður hægt að vinna nokkuð hratt. Önnur vinna sem varðar stefnumótun til lengri tíma mun kalla á lagabreytingar sem eðli máls samkvæmt munu taka meiri tíma.“

Lærdómur dreginn

„Þó að skýrslan sé svört þá getur hún einmitt þess vegna verið gagnleg fyrir okkur til þess að gera hlutina öðruvísi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á þingi í vikunni. Hún sagðist ekki sjá betur en „að þetta verði gríðarlega mikilvægt og gagnlegt plagg inn í stefnumótunarvinnuna sem stendur yfir á sviði fiskeldis og sýnir okkur auðvitað þann lærdóm að þegar atvinnugreinar byggjast upp með miklum hraða, eins og fiskeldið hefur gert, þá situr oft regluverkið og stjórnsýslan eftir, þróast ekki með sama hraða og atvinnugreinarnar sjálfar. Það er lærdómur sem við höfum auðvitað getað dregið af ýmsum greinum.“